Print

Ljósmyndir á MBL

Þann 08.01.2014.

IMG 8083Góðan dag 

Gleðilegt ár og takk fyrir árið sem nú er liðið :) 

Hingað kom ljósmyndari frá Morgunblaðinu okkar. Hann heimsótti okkur í smá stund á jólaballið okkar skemmtilega og núna eru komnar nokkrar myndir inn á ljósmyndavefinn hjá Mbl. 

Hér má sjá myndirnar á mbl 

 

Print

Jólagleði

Þann 18.12.2013.

IMG 8137Í dag var hin árlega jólagleði barna og starfsfólks í Geislabaugi. 

Jólaball var haldið í salnum, börnin sungu og dönsuðu við undirleik gítarleikara og  Árna Ísleifs harmonikkuleikara.

Við fengum líka Askasleiki og Pottaskefil í heimókn og slógu þeir í gegn eins og vant er :) Jólasveinarnir voru svo sætir að gefa börnunum litabók úr pokanum sínum. 

Í hádeginu var svo hangikjöt og tilheyrandi í matin 

 

Print

Jólatréð sótt

Þann 12.12.2013.

IMG 8103Í dag fórum við og náðum okkur í svakalega fallegt jólatré í skóginn okkar. Öll börn 3ja ára og eldri gengu frá Geislabaugi og út í skóg í öllum snjónum og voru svakalega dugleg. 

Þegar í skóginn var kominn fundum við þetta fína jólatré sem var með gulri og bleikri slaufu. Við fengum líka frábæran gest til okkar en það var Askasleikir sem var búinn að vera alla nóttina að leita að Stekkjastaur. Askasleikir fór svo í leikskólann og hitti yngstu nemendurna og spjallaði við þau. 

Nú er tréð komið í salinn og nær alveg upp í loft það er svo stórt. 

MINNI Á JÓLABALL 18 DES, ÞÁ MEGA ALLIR KOMA Í SPARIFÖTUM.