Print

Jólatréð sótt

Þann 12.12.2013.

IMG 8103Í dag fórum við og náðum okkur í svakalega fallegt jólatré í skóginn okkar. Öll börn 3ja ára og eldri gengu frá Geislabaugi og út í skóg í öllum snjónum og voru svakalega dugleg. 

Þegar í skóginn var kominn fundum við þetta fína jólatré sem var með gulri og bleikri slaufu. Við fengum líka frábæran gest til okkar en það var Askasleikir sem var búinn að vera alla nóttina að leita að Stekkjastaur. Askasleikir fór svo í leikskólann og hitti yngstu nemendurna og spjallaði við þau. 

Nú er tréð komið í salinn og nær alveg upp í loft það er svo stórt. 

MINNI Á JÓLABALL 18 DES, ÞÁ MEGA ALLIR KOMA Í SPARIFÖTUM. 

 

Print

Kaffihúsadagur

Þann 09.12.2013.

kakaÁ morgun þriðjudag 10. des verðum við með kaffihúsadag hér í Geislabaugi Wink

Við breytum Lindinni í kaffihús og börnin skiptast á að fara í kaffihúsið og fá smákökur og heitt súkkulaði 

Þetta er uppáhaldsdagur margra sem hafa verið lengi í Geislabaugi. 

Print

Brunaæfingar!

Þann 02.12.2013.

eldurÁ næstu dögum/vikum munum við skella brunaæfingu inní dagskránna okkar. 

það gerum við til að sjá hvort að verkferlar séu í lagi hjá okkur í sambandið við öryggi barna við bruna.

Við setjum brunaboðann í gang og höldum æfingu.

 

Í dag var lítil brunaæfing. Þ.e. við gripum tækifærði þegar kerfið okkar fór óvart  í gang. Börn af Lind og Sól fóru alla leið út en hinir fóru í raðir við útganginn á deildinni þeirra. 

Sumir urðu æfingarinnar ekki varir en nokkur börn af sól og fjalli voru á fótboltaæfingu