Print

Sumarfrí 2015

Þann 29.06.2015.

IMG 6287Nú förum við að detta í sumarfrí, en á föstudaginn lokum við í 4 vikur og opnum aftur þriðjudaginn 4. ágúst. Hafið það gott í fíinu. Þetta er mynd frá sumarhátíðinni okkar í rigningu og sudda. Vonum að sólin láti sjá sig þessar fjórar vikur sem við erum í fríi. 

Print

Sumarhátíð 16 júní kl 15:00

Þann 15.06.2015.

 MG 9777Sumarhátíð verður í leikskólanum 16 júní börnin ætla að sprella og fara í allskonar leiki og stöðvar fyrir hádegi. Foreldrum og systkinum er síðan boðið að koma kl 15:00 þá ætla Meistarar að syngja nokkur lög og töfrahópur kemur í heimsókn, grillaðar pylsur. Vonumst til að sjá sem flesta :) 

Print

Geislabaugur hlýtur Erasmus+ styrk

Þann 18.05.2015.

Erasmus-Geislabaugi barst sú frábæra frétt að skólinn hefði hlotið Erasmus+-styrk í flokknum „Nám og þjálfun". Upphæð styrksins eru rúmlega 13 þúsund evrur og er til tveggja ára. Umsóknin okkar þótti mjög skýr og markmið verkefnisins metnaðarfullt. Umsóknin hlaut 85 stifg af 100 mögulegum. þetta þýðir að við getum sótt námskeið eða þjálfum á ítalíu í Uppeldisfræðilegum skráningum og getum sent allt að sex kennara í þjálfun þangað. Þetta styður vel við skólanámskrá okkar og þróun í starfi er varðar hugmyndafræði Reggio emilia.